Færsluflokkur: Bloggar

Næturbrölt.

Ég er ekki að vinna núna en get ekki sofnað strax,  stundum erfitt eftir næturvakt þegar ég hef sofið hálfann daginn.

Það er ekki hægt að neita því að þetta er þægilegt líf,  ég hefði eiginleg ekki trúað því að breytingin yrði svona mikil,  hef allt í einu svo mikinn tíma og það tekur bara tíma að venjast því þurfa ekki að nota tvo til fjóra tíma á dag í að keyra og hanga og bíða eftir því að einhver er búin í íþróttumGasp.  Svo getur maður labbað út í búð og banka og flest sem maður þarf að gera svona dagsdaglega voðalega skrítið finnst mér,  olíutankurinn á bílnum dugar í hálfan mánuð og það er eini bíllinn sem er hreyfður eitthvað  að ráði.  Krakkarnir fara sund nánast daglega enda meiga þau fara í sund þegar þau vlija því það er frítt fyrir börnWink.  Þetta hús er mjög notalegt og góður andi í því. Smile

FARIÐ VEL MEÐ YKKUR 


Og fimleikar enn og aftur.

Hugrún var að keppa í Team gym hópfimleikum í dag á Reykjavík international mótinu og náðu bronsi sem var góður árangur á sterku móti. Hún er kannski tognuð í nára en harkaði af sér og kláraði mótið með íspoka á milli greina.   Það var mæting kl 10:20 í Laugardalshöll og ég var að vinna nóttina á undan svo þetta var þreyttur dagur,  fór ekki að sofa fyrr en um  5 leitið, en hvað leggur maður ekki á sig fyrir svona skemmtun sem þessi mót eru.    

Haukur er að fara á aukaæfingu í sinni íþrótt(  kann ekki einu sinni að skrifa hvað þetta heitir) í dag, svokallaðar æfingabúðir,  þá kemur einhver meistari og kennir þeim.  Honum finnst þetta gaman og það er fyrir öllu svo gengur honum vel.

Annars er allt gott að frétta.

 


Flutt

Við erum búin að flytja okkur á selfoss og þetta er óneytanlega þægilegt fyrir alla og þó kannski sérstaklega fyrir Hugrúnu og fimleikana hjá henni,  hún er 8 tíma á viku í fimleikum og það að þurfa að bíða og hanga aðra 8 tíma og ganga um 1km í hvaða veðri sem er með þunga skólatösku og íþrótta töskuna er meira en margir myndu nenna, annars var hún hækkuð um hóp núna og er komin í hóp HM 2 og þá er bara meistarahópurinn eftir,  þetta er feikna afrek á þremur og hálfu ári en hún hefur sannarlega unnið fyrir þessu.

kv


Frábært gamlárskvöld

Það er búið að vera skemmtilegt hérna í kvöld,  það var svosem engin stemming til að byrja með en þá var ákveðið að búa hana til fyrir krakkanna.  Fyrst var borðaður góður matur og um níu leitið var kveikt í brennu,Lilja, Palli og þýska vinnukonan í Króki voru með að kveikja í brennunni og það var kveikt í ýmsu fýrverki.    Gunna og Sigurjón komu eftir matinn  og voru með okkur um kvöldið,  horft á áramótaskaupið,  nokkuð skiptar skoðanir um ágæti þess eins og vera ber.  Um tólfletið var skotið restinni upp, nema innibombum,  sem reyndust alls engar innibombur þegar tilkom og heppni að kveikja í þessu á ganginum á flísunum svo ekkert tjón varð,  en þetta var gos og einhverjar eldglæringar sem þeyttust um allt brennandi,  reykskynjarinn fór í gang og Hugrún fékk nánast taugaáfall því hún kveykti í  eins og við sögðum henni að gera.

Mamma og Táta voru hér í kvöld,  Tátu var eitthvað illa við sprengingarnar og hélt sig undir eldhúsborði á meðan við borðuðum og vék ekki frá fólkinu allt kvöldið en hætti sér samt út meðan verið var að skjóta upp um miðnættið svo var gaman að fylgjast með henni og Bart (páfagauknum) skoða hvort annað,  þau sýna hvort öðru ótrúlega tilltsemi.

  Hérna var ekki einu sinni opnaður einn einasti bjór enda ekki farið í ríkið í tilefni áramóta að þessu sinni svo allir voru góðum gír.

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og takk fyrir liðin ár og óska þess að nýja árið boði betri tíma og ný tækifæri.

Kv   


mm

Ái Crying

Aukavakt

Gott að fá aukavaktir ,gefa góðann pening,  samt leiðinlegt að Birgitta skuli vera veikFrown.

Gerði góðverk dagsins á leið frá Selfossi,  mætti hesti með hnakk en engan knapa á hlaupum og stoppað hann og hjálpaði til við að ná honum sem betur fer voru engin meiðsli.

Við vorum að byrja að flytja í dag ætlum að að vera komin á Selfoss þegar skólarnir byrja í janúar.

Verst að mamma skuli ekki hafa viljað  koma með okkur við buðum henni það en svona er nú þetta bara.

  þetta eru bara erfiðir tímar en það verður að læra að lifa við þá.  

Kv


Jólin, jólin allstaðar...

Klukkan er um hálf fimm á jólanótt,  búin að vera róleg næturvakt á Kumbaravogi og farið að styttast í hinn endann á henni.  það er ekki erfitt fyrir mig að vera á næturvöktum um jól miðað við konur með lítil börn,  minni svefnfriður á daginn og öðru vísi erill.  Samstarfskona mín í nótt svaf í tvo tíma í gær eftir vakt síðustu nótt og er skiljanlega þreytt.

Við fjölskyldan áttum frábært kvöld saman,  merkilegt með þessa ,,krakka" hvað þeim kemur öllum vel saman,  fyndið þegar þau eru öll saman í singstar eða gítar hero og það er aldrey neinn ágreiningur um hver á að gera næst eða rifist um það.  

Það er á svona stundum sem maður fer að hugsa um hluti sem sjalda er spáð í,  var að horfa á mynd í sjónvarpinu áðan sem fékk mig til að hugsa um mannfall í seinni heimstyrjöldinni,  bæði í stríðinu og útrýmingarherferðinni gegn ,,óæskilegum" kynflokkum og þjóðarbrotum og bera það saman við daginn í dag þ.e. kreppuna hvað skyldu margir deyja af völdum kreppunnar í heiminum,  það verða margar miljónir beint og afleiddar afleiðingar eru skelfilegar,  allt vegna græðgi og yfirgangs svo lítils hluta mannkyns.  Græðgi er líklega stærsta syndin,  því hún er upphafið að svo mörgu illu og við sjálf erum alls ekki eins góð og við höldum.  Öll stríð eru að undirrót græðgi það má kalla þetta trúarbragðastríð en upphafið er græðgi í einhverskonar auðlindir, lönd, olíulindir og annað.

Þegar unnið er á svona stað þar sem allir eru svo þakklátir fyrir það sem gert er og það er treyst svo mikið á mann finnst manni lífsbaráttan hlægileg,  hérna er fólkið sem kom okkur á þetta level sem við erum á í dag í lífinu,  þeim finnst við hafa allt of mikið fyrir þeim og þau séu bara að trufla okkur og séu fyrir. Eins og umræðan er í dag almennt um stofnanir og lífskjör ellilíeyrisþega, þá ætti mín kynslóð að skammast sín.

Best að hætta núna,  búin að tárast nóg yfir heiminum í dag.

GLEÐILEG JÓL   


Föst í skafli

Ég hafði það nú af að festa mig í morgunn á leið heim úr vinnu,  það var svo hált undir snjónum að ég festi mig nánast í ekki neinu.  Það safnast mikill snjór við vegriðin yfir lækina annars var blint og leiðindar veður.  Ég hringdi út einkahjálparsveitina þ.e. Adda sem dró mig upp og fylgdi mér heim.

SKO það eru tveir dagar til jóla og ég er ekki einu sinni farin að reyna að finna stofuna mína,  hvaðþá að athuga hvort jóladúkar séu einhverju ástandi eða hvort það vanti perur í jólatrésseríurnar, svo þetta er allt á réttu rólin eins og undanfarin ár,  en ég hef nefnilega(nebblega) tekið eftir því að jólin koma alltaf ár eftir ár hvort sem öll hornin séu ryklaus eða ekki, það virðist bara ekki skipta neinu máli,  skemmtilegar svona uppgötvanir.  Við prufuðum hangikjötið í kvöldmatinn í gær og það er að sjálfsögðu eðalgott á bragðið, svolítið salt en ekkert sem kemur að sök.

Þegar við Kata mættum á vaktina í kvöld hafði einhver gleymt að fela þriggja kílóa dós af makkintosi svo við erum búnar að standa okkur vel í því að reyna að klára hana en þetta er nú kannski aðeins of mikið á einni nóttu fyrir tvær manneskjur.

Ég er búin að sækja um í fjarnáminu fyrir næstu önn, ætla að taka fjórar greinar.

Jæja þá fer róleg næturvakt að taka enda, það verður gott að komast heim að sofa. 

Farið vel með ykkur Kv

 


Náði

Ég náði líka í náttúrufræðinni fékk 9,6 í vetrareinkunn og 7,7 í prófinu svo að lokaeinkunn er 8 Smile.  Það er að verða mánuður síðan ég hætti að reykja og stend þetta vel ennþá og er ekkert að hugsa um að springa í náinni framtíð,  er að vísu frekar geðvond en það stendur vonandi til bóta.

Það verður fróðlegt að sjá hvort ég komist heim úr vinnu í fyrramálið en ég er á jeppanum svo kannski hefst það,  það er nefnilega ansi fúlt úti og töluverður skafrenningur.

Við fórum á jólahlaðborð í gærkvöldi það var gaman að komast út og borða góðann mat með skemmtilegu fólki, ég held hreinlega að við fórum eitthvað svona síðast hafi það verið á hafi það verið á þorrablót,  svo ekki er skemmtanafíknin að há okkur hér.

Hugrún verður 14 ára á morgunn (þetta er allt að verða fullorðið hjá okkur)

Kv

 


Flótti

Jæja þar kom að því,  við erum að flýja sveitina,  því okkur finnst við verða að gera eitthvað annað við peningana en að borga eldsneyti og rafmagn,  við erum ekki að selja en það er fáránlegt að horfa uppá launin hjá öðru okkar fara að mestu leiti í eldsneyti allt upp undir 100.000 á mánuði.  Er ekkert skipulag á þessu eða hvað hugsar sjálfsagt einhver en þegar tveir stunda íþróttir á selfossi annað þrisvar í viku og hitt fjórum sinnum í viku sem hittir þannig á að vera auðvitað ekki á sömu dögum , svo þurfa menn að keyra sig í vinnu og ýmsar útréttingar, því auðvitað eru íþróttir ekki á venjulegum banka eða búðatíma og jafnvel skólabílar á eru  tímum sem ekki er hægt að nýta.   Og hverjum finnst ekki fárálegt að þurfa að borga 50.000 þúsund á mánuði fyrir rafmagn og hita fyrir tvö íbúðarhús og útihúsin (reyndar mjög lítil notkun þar) þegar verið er að  borga um 11.000 fyrir eitt hús á Selfossi og ekki lagast það því nú á að fella niður niðurgreiðslur á húshitun á köldum svæðum.  Auðvitað er bullandi samviskubit yfir því að vera að fara en við getum þetta ekki fjáhagslega lengur.

Og fleyri ,,góðar'' fréttir, það er búið að segja Gunnari upp vinnunni,  hefur vinnu út febrúar.

Það er gamall málsháttur sem segir að betra er að bogna en brotna og stundum finnst mér ég vera með óþarflega breytt bak.

  Þannig að fái hann ekki vinnu verða hrossin okkar aldrey í betri þjálfun og mig hlakkar til að komast á hestbak,  skjóna mín er reyndar inni því hún er svo gisin í hárum,  en meiningin er að fara í þetta svona í febrúar-mars. 

Jæja þá eru það góðu fréttirnar ég er í góðri vinnu á næturvöktum á Kumbaravogi sem mér líkar mjög vel í, en bara í 70% en þyrfti að bæta við mig,  svo hef verið í fjarnámi í vetur að læra til sjúkraliða,  er að vísu ekki komin með allar einkunnir en ég fékk 7 í heilbrigðisfræði og 9 í upplýsingatækni en er ekki búin að fá einkunn í náttúrufræði held ég hafi náð henni en hef ekki hugmynd um hvaða einkunn ég gæti hafa fengið,  ætli ég taki ekki 3-4 fög á vorönn ætla ekki að vera með of mikið.

Hugrún er að gera það virkilega gott í skólanum og fékk þær bestu einkunnir sem hún hefur nokkurn tíma fengið við síðustu annarskipti og svo er hún algerlega dottin ofan í fimleikanna og er að gera frábæra hluti þar, hópurinn hennar fékk gull um daginn á mjög sterku móti,  meira að segja Gerpla var skilin eftir.

Haukur er ánægður með sitt,  duglegur í skólanum og hefur farið vel fram og fær góðar umsagnir þar.  Hann er að æfa taykwando og var í beltaprófi um helgina og náði sér í gula rönd á beltið og fljótlega á næsta ári verður aftur beltapróf og ætlar þá  að ná sér í gula beltið.

 Það verður spennandi að sjá hvað Eyrún fær úr prófunum,  tók að vísu bara þrjú.  Annars sést hún ekki mikið heima.

Gummi var í fjarnámi í vetur og náði 6 í stærðfræði og 8 í ensku ágætur árangur þar og hann ætlar að halda áfram í grunnfögunum á vorönn.

Jólin eru að koma með öllu sínu og að sjálfsögðu höldum við kreppujól, aðeins keyptar tvær útiseríur og því minna um skreytingar en oft áður, dregið úr matarinnkaupum,  hangikjötið að reykjast úti í tunnu og það verður lambalæri upp á  gamla mátann á gamlárskvöld, því það er til í frystinum,  matur verður að vísu hefðbundin á jólunum sjálfum,  annars er ég að vinna á aðfangadagskvöld og jóladagskvöld frá kl 23 bæði kvöldin,   svo það verður lítið eldað í hádeginu á jóladag og annan í jólum en sýð auðvitað hangikjöt á Þorláksmessu fyrir það.  Það gengur ekkert vel að komast í jólaskap en þó fórum við að kaupa jólatré í dag og styrktum íslenska framleiðslu þar,  verst að ég er með ofnæmi fyrir grenitrjám og fæ ofsakláða ef það kemur einhverstaðar við mig svo krakkarnir þurftu að böðlast með það út í bíl og það er víst í skottinu ennþá. Verst yngri krakkarnir virðast taka þetta ástand sem er í þjóðfélaginu nærri sér og Hugrún sagðist einhvernvegin bara ekki komast í jólaskap.

 Jæja best að hætta þessu væli og standa upp og brosa Smile lengi getur vont vesnað og gott bestnað.

Kær kveðja


Næsta síða »

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband