28.8.2007 | 22:54
Horft til baka yfir liðið sumar.
jæja þá eru skólarnir byrjaðir með öllu því veseni sem þeim fylgja, mín vegna mætti sumarfríið vera mánuði lengra hjá krökkunum. O jæja þetta er svosem ágætt.
Þetta sumar er eitthvert það besta og skemmtilegasta hjá mér í mörg ár, þar stendur uppúr hestaferðin á Löngufjörur á Snæfellsnesi, sem var hreint út frábær. Góður félagsskapur, gott veður allann tímann og ágætir hestar (kannski ekki allir sammála þar ) en hún Grása stóð uppúr fyrir dugnað , hvað gerir það til þó hún reyni að bíta þann sem teymir hana og ganglagið ekki alltaf upp á það besta.
Húrra fyrir Löngufjörum.
Ég ætla að láta þetta nægja núna, ætla ekki að skrifa um allt í einu. Þá hef ég ekkert að skrifa um.
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggið, það verður gaman að fylgjast með. Takk fyrir síðast
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 29.8.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.