31.8.2007 | 20:57
95% viss um að hafa fengið vinnu.
Við Hugrún fórum í bæinn í dag og það var tekin blóðprufa, það gekk ekki vel að hitta á æð, en hún stóð sig eins og hetja svo var þræddur spotti í gegnum nefið og ofan í vélinda, það var svolítið óþægilegt en allt í lagi. Núna er hún með tæki sem mælir sýrustigið í vélindanu og við förum aftur á morgunn til að láta taka þetta úr.
Við fórum líka að heimsækja Óla Hjalt á Landspítalann, hann var í hjartaaðgerð og heilsast eftir atvikum nokkuð aumur en málhress.
Ég hringdi útaf atvinnuauglýsingu í dag og fékk góð svör kíki þangað á mánudaginn að líta á þetta.
Það kom á daginn að ég þekki þann sem var að auglýsa, þetta er umsjón með ferðaþjónustunni á Minni Borgum. Þetta passar vel fyrir mig því þarna er sveiganlegur vinnutími.
Já Jóna þetta er rétti hugsanahátturinn GÓÐA FERÐ!!!
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja mamma !!! góður á því bara er það ekki ?:P
Maammmaaaa:o af hverju förum við ekki til útlanda :(???? mig langar líka til ítalíu :'( MAMMAAAA EG VIL ITALIU I AMMLISGJÖF :'(
Eyrún hún dóttir þín:P (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.