7.9.2007 | 21:27
Haukur í hjólaferð.
Sælt veri fólkið.
Vitið þið hvað hann Haukur gerði í gær, hann hringdi í mig vinnuna og kvartaði þessi ósköp um hvað honum leiddist, ég sagðist nú lítið geta gert við því og ég kæmi seint heim í þokkabót, hann varð öskureiður og hótaði því að hjóla á selfoss. Um fimmleitið hringir Hugrún og segir að Haukur sé ekki heima en Gummi hélt hann hefði séð hann hjólandi á villingaholtsveginum. Jæja við Gunnar ætluðum að fara saman og versla fyrir fjallferð svo við vorum bæði á selfossi og Gunnar fór að athuga með hann, þá var hann kominn á móts við Langsstaði og átti örfáa km á Selfoss og Táta með honum. Ég held að þau hafi bæði verið fegin að komast í bílinn, Haukur með nuddsár undan hnakknum og Táta hölt sennilega sárfætt.
Gunnar er farinn í leitir svo hann "missir" af giftingu bróður síns á morgunn kl 9 í fyrramálið (er í lagi með fólk) ég þarf að fara á fætur kl hálf sjö til að gera mig klára Svo stendur til að fara ásamt tveimur mágkonum mínum og þrífa og taka til heima hjá Óla Hjalt áður en hann kemur heim af sjúrahúsinu, annars heimsóttum við hann á mánudagskvöldið og þetta gengur ágætlega og hefst vel við.
Hugrún er áfram í fimleikum í vetur og hefur hækkað um tvo flokka í styrkleika og það er rosalega gaman en líka þreytt eftir æfingar, þær er eru stundum lengri en í fyrra og miklu erfiðari en hún er mjög ánægð og það er fyrir öllu. Hún er ánægð í skólanum og gengur nokkuð vel.
Eyrún er ánægð í fjölbrautaskólanum og segist ganga vel að læra, þó mér finnist hún hugsa mest um að skemmta sér(en það gerðu nú fleyri hér áður fyrr).Gummi er að vinna í Nóatúni og líkar vel og er loksins búinn að fá tölvuna úr viðgerð.
Nú verð ég að hætta þarf að fara að strauja fötin mín fyrir morgunndaginn.
Kveðja
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.