22.10.2007 | 23:52
Sæl frænka
Ég loksins aulaðist til að líta til hægri á skjánum og sá að þú hefur ratað inn á síðuna mína. Ég hef nú frekar lítið að skrifa núna en verð að segja frá þegar við Úlla (sú sem vinnur með mér) tókum á móti danska hópnum á Minni Borgum. Það var að koma hópur 80 manns, háskólastúdentar frá Danmörku á þriðjudaginn var og Úlla bað mig um að hjálpa sér við það og auðvitað fór ég í það. Liðið ruddist útúr rútunum í myrkri og kulda og við að reyna að finna þá sem stjórnuðu til að vísa á rétt hús , þetta hafðist nú , ósköp indælir krakkar en þá kom að því sem mér kveið fyrir það var að fara í öll húsin í þorpi 2 og útskýra fyrir þeim á ensku húsreglur og notkun á pottum og fleyra og ég sem opna helst ekki munninn ef fleyri en þrír eru samankomnir . Eftir nokkuð stam og hikst á enskunni þá komst þetta til skila og það hefði verið gaman eða þannig að vita hvað þau hugsuðu eftir það, að vísu hafði ég undirbúið mig svolítið með því að athuga hvað ýmssleg orð væru á ensku(hringdi í Gumma) og það hefur talsvert að segja þessar tvær annir í ensku sem ég tók í fjarnámi. FÉLAGSFÆLNI HVAÐ
Ég var á kvennfélagsfundi áðan og drakk kaffi þar svo ég get gleymt því að fara að sofa strax. Þetta var ágætur fundur og ýmisslegt framundan t.d. árleg menningarferð, jólafundir ( þá fáum við okkur jólaglögg eða glüvine uppá þýskan máta ) föndurkvöld og meiri glögg (það mætti halda að við kæmum ekki saman á þess að fá okkur í glas)
Kveðja
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.