3.11.2007 | 21:47
Ýmsar pælingar
Hæ Hæ. Mikið er gott að það er komin helgi og geta bara verið "heima og slappað af" eða þannig. Þau vilja svolítið bíða eftir manni heimilisverkin um helgar, en þannig er það sjálfsagt hjá flestum. Svo ef allt er á hvolfi þá koma gestir. Annars er Hugrún í Vestmannaeyjum á íslandsmótinu í einstaklingsfimleikum, hún keppir á morgunn sunnudag, það verður gaman að sjá hvaða einkunnir hún fær. Hún hringdi í mig áðan og það var bara gaman, var að spranga og í klifri í dag og bjarga vinkonunni niður úr klifrinu sú fraus þegar hún var komin hátt upp og Hugrún þurfti að segja henni hvar hún ætti að setja hendur og fætur á niðurleiðinni. Það voru flestir sjóveikir á leiðinni til eyja í gær og ekki laust við kvíða fyrir heimferðinni á morgunn. Hugrún var lítið sjóveik og ældi ekki, hún svaf mestan part leiðarinnar enda hafði ég gefið henni sjóveikitöflu tveim tímum fyrir brottför.
Tengdapabbi er búinn að taka Skjónu mína inn, hún var komin með mikla hnjúska, hún þolir illa svona veðurfar, er með svo gisið háralag og rigningin kemst inn að húð. Arabæjarmenn eru búnir að selja Gráan hest fyrir okkur á ágætan pening og svo temja þeir fyrir okkur uppí landleigu, það eru ágæt skipti. Ég held að þetta séu ágætir nágrannar og flest standi sem þeir segja.
Gunna Palla er ekki ferming hjá þér í vor?
Skrifa meira síðar, kveðja
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó jú það á að ferma frumburðinn í vor........mikið gaman......mikið fjör.
Gunna Palla (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.