18.11.2007 | 21:27
Jóla hvað!
Er í alvöru bara 36 dagar til jóla? Og éeeggg sem á eftir að gera svo margt, eða þannig. Mér varð það á að strjúka eftir stofuskápnum í dag og ryklagið maður, kannski get ég notað bóndann í að þrífa það um næstu helgi, ef ég myndi treysta honum til þess, hann skilur nefnilega ekki þessa smáhlutasöfnun í mér, það gætu orðið einhver afföll. Það þýðir allavega ekki að biðja krakkanna um það (af hverju ég dæmi)
Í gær fórum við Haukur í borgarleikhúsið og sáum Gosa, það var alveg ágætt, nema hvað ég dottaði á tímabili(þetta var svo spennandi). Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið Gosa, því þetta var uppáhaldsbók hjá einhverjum fyrir nokkrum árum(græna bólur).
Addi kom í dag, svo ég greyp hann glóðvolgann og bað hann um eitt gat í vegg fyrir sjónvarpskapal, hann hélt að það væri nú ekki mikið mál,en það teygist aðeins úr því, götin urðu tvö og heilmikið maus að koma eldavélinni fyrir aftur( ég bið Adda um svona hluti því hann þekkir þetta hús ansivel og það getur verið snúið að koma svona hlutum fyrir, merkileg smíði)
Verðum í sambandi kveðja
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rykið sést bara á meðan sólin skín, hún er ekkert mikið að sýna sig þessa dagana þannig að ég er ekkert að þurrka rykið of mikið, er reyndar með umbunarkerfi fyrir dæturnar, þær fá 150 kall fyrir hvert verk sem þær vinna fyrir mig, ótrúlegt, en það virkar, Telma er komin upp í 3000 en Sandra er ekki alveg jafn dugleg en gerir samt sitt. Þær eru að safna fyrir jólagjöfum, vonandi handa mér
Hafðu það sem best knús
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.