12.12.2007 | 23:57
Sumir dagar eru frábærir
Ég fór í bæinn í dag að jólast með yngri krökkunum. Þetta byrjaði ekki vel, svaf yfir mig,ætlaði að vera komin í bæinn kl 11 en vaknaði kl 10:30 hef líklega slökkt á vekjaraklukkunni og þó að allir væru vaknaðir datt engum í hug að vekja mig,"það er nefnilega bannað að vekja mömmu" svo þau sýndu mér mikla tillitsemi og fóru mjög hljótt
. Það var mjög snögg sturta og svo farið í hvelli, klukkan var að vísu bara rétt rúmlega tólf þegar við komum í bæinn. Við fórum í kringluna og keyptum fullt af jólagjöfum, þannig að það er að verða frá. Haukur er típískur karlmaður, finnst ekki gaman að fara í búðir en hann keypti jólagjafir fyrir alla held ég á endanum. Það er mikill munur þegar allir eru símavæddir svo það þarf ekki að eyða hálfum deginum í að leita að liðinu með tilheyrandi þreyttum fótum, nógu þreyttir samt á þessum hörðu gólfum.
Þetta var ágætisferð, það er mikill munur þegar mannskapurinn eldist og maður þarf ekki að hlusta á org og væl.
Annars var Hugrún að baka fyrir mig smákökur en fattaði ekki að stórar kökur þurfa lengri tíma í ofninum en maður tekur viljan fyrir verkið, þetta verður örugglega borðað.
Jæja best að fara að koma sér í háttinn, vinna á morgunn.
Hafið það gott.
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.