Loksins almennilegt tölvusamband !!!

Það er orðið æði langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast, búin að líða jól,áramót og nokkur óveður.

Ég hætti að nenna þessu þegar ég þurfti jafnvel að bíða í hálftíma og kannski lengur áður en þetta vistaðist eða bara tíndist,  kannski búin að skrifa eitthvað voða sniðugt.Shocking

Annars er allt í góðu hérna og fátt sem gerist fréttnæmt, bara ófært annann hvern föstudag og enginn kemst í skóla og ég ekki í vinnu, Gunnar er reyndar þrjóskari en svo að hann verði veðurtepptur heima, nema einu sinni þegar hann fann ekki bílinn sinn. Wink

 Það er liðnar tvær flensur ( Hugrún) og smá önnur veikindi svo það er hægt að ýminda sér hvað ég er búin að mæta mikið í vinnu eftir áramótin.  

Addi er að smíða nýja glugga í fjósið og klæða það að utan alveg ofboðsleg breyting, eins og ný hús, þetta verður frábært þegar það er búið, en gamla húsið verður alltaf ljótara og ljótara í samanburðinum en það á nú að gera eitthvað fyrir það líka svo allt verður í stíl.

Það styttist í fermingu ekki nema tveir og hálfur mánuður í hana og fermingabarnið hefur ekki hugmynd um hvað hún vill fá í fermingagjöf frá okkur( hún fær ekki lifandi tígrisdýr).   

Ég ætla að setja inn snjómynd ef það tekst.

kveðja í bili. DSCF0175


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvernig að við komumst af áður fyrr þegar að ekki var tölva eða gsm-sími.    Velkomin í samband, gaman að fá fréttir af ykkur. Rosalega mikill snjór.

Kveðja Gunna Palla. 

Guðrún Pálina (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband