12.4.2008 | 21:24
Loksins loksins
Jæja loksins komst ég á hestbak, við fórum fjögur, við Gunni ,Hugrún og Haukur. Haukur á meri sem hefur verið notuð í kappreiðum og vill hlaupa og getur startað hressilega, Hugrún á hesti frá afa sínum, frekar viljugum en alveg þægum svo málið var að passa að Haukur færi ekki að hleypa svo það færi ekki á sprett hjá Hugrúnu, hún varð ansi smeyk á tímabili en þá létum við Haukur okkur dragast afturúr og fórum bara rólega,þá gekk þetta betur og skjóna mín bara fín.
Á morgunn verður síðasta messa fyrir fermingu, eins gott að gleyma því ekki.
Trampólínið var sett upp í gær eftir að krakkarnir hafa spurt daglega í marga daga og hefur verið mikið notað en eftir veðurspá virðist þurfa að taka það aftur niður annaðkvöld það á víst að hvessa hressilega á mánudag.
Mamma fékk sér annan bíl í gær, nýlegan og lítið ekinn.
Þá held ég að allir mínir fréttabrunnar séu tæmdir.
Kveðja
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu búin að moka trampólínið upp? Vonandi komust þið í messu svo að Hugrún fái að fermast, hlakka bara til að fá veislu. Hafðu það sem best.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:26
Það er búið að suða mikið um að setja "Hoppulínið" (trampolín) eins og það er kallað í Hafnarfirði upp.........en sumardagurinn fyrsti er dagurinn sem að það gerist.
Það er alltaf gott og gaman að fara á hestbak. Hryssurnar mínar sem að ég er með á húsi eru komnar í feikna form og þá er þetta bara skemmtilegt.
Við ættum kannski að stefna á að fara í reiðtúr í sumar
Kveðja úr Hafnarfirðinum
Gunna Palla (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.