Annáll

Það er alltaf nóg að gera eins og venjulega, við fórum ríðandi á vallarmót á föstudaginn, við Gunni og yngri krakkarnir, en þegar verið var að tygja sig af stað til baka, brá einu hrossinu og stökk ofan á fótinn á mér svo ég lagði ekki í að fara með, hélt hreinlega að ég væri brotinn en sem betur fer er það ekki, ég er með 3 marbletti á ristinni eftir fjaðrirnar og auma litlutá. Grása mín keppti í stökki og náði þriðja sæti, við héldum ekki að hún gæti hlaupið svona vel.

Svo stendur til hestaferð helgina 29 -31 ág en þá er ég að vinna, vildi að ég kæmist með.

Jæja skólarnir að byrja og mér finnst lítil tilhlökkun í mannskapnum, Hugrún byrjar á morgun, Eyrún á föstudag og Haukur á mánudag og við Gummi erum að fara í fjarnám sem byrjar fljótlega í september,ég ætla að læra til sjúkraliða en hann ætlar að taka almennar greinar. 

Eyrún er búin að standa sig frábærlega í vinnunni í sumar,  búin að mæta vel þrátt fyrir að hún hefur varla fengið nokkurt frí,  samt farin að finna til leiða.

Ég er að vinna í nótt og fjórar næstu nætur, annars tók ég einn kvöldstubb í gær frá 17- 23, það var bara gaman, hressar konur á vakt. 

Ég, Hugrún, Haukur og Táta fórum á Minna Mosfell í dag, ég þurfti að laga nokkrar merkingar, krakkarnir tíndu ber á meðan svo skruppum við í sumarbústaðinn til Veigu og Ella í kaffi.  Við erum að passa Tátu fyrir mömmu á meðan hún er á Akureyri.

Þetta er orðið ágætt í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband