Flótti

Jæja þar kom að því,  við erum að flýja sveitina,  því okkur finnst við verða að gera eitthvað annað við peningana en að borga eldsneyti og rafmagn,  við erum ekki að selja en það er fáránlegt að horfa uppá launin hjá öðru okkar fara að mestu leiti í eldsneyti allt upp undir 100.000 á mánuði.  Er ekkert skipulag á þessu eða hvað hugsar sjálfsagt einhver en þegar tveir stunda íþróttir á selfossi annað þrisvar í viku og hitt fjórum sinnum í viku sem hittir þannig á að vera auðvitað ekki á sömu dögum , svo þurfa menn að keyra sig í vinnu og ýmsar útréttingar, því auðvitað eru íþróttir ekki á venjulegum banka eða búðatíma og jafnvel skólabílar á eru  tímum sem ekki er hægt að nýta.   Og hverjum finnst ekki fárálegt að þurfa að borga 50.000 þúsund á mánuði fyrir rafmagn og hita fyrir tvö íbúðarhús og útihúsin (reyndar mjög lítil notkun þar) þegar verið er að  borga um 11.000 fyrir eitt hús á Selfossi og ekki lagast það því nú á að fella niður niðurgreiðslur á húshitun á köldum svæðum.  Auðvitað er bullandi samviskubit yfir því að vera að fara en við getum þetta ekki fjáhagslega lengur.

Og fleyri ,,góðar'' fréttir, það er búið að segja Gunnari upp vinnunni,  hefur vinnu út febrúar.

Það er gamall málsháttur sem segir að betra er að bogna en brotna og stundum finnst mér ég vera með óþarflega breytt bak.

  Þannig að fái hann ekki vinnu verða hrossin okkar aldrey í betri þjálfun og mig hlakkar til að komast á hestbak,  skjóna mín er reyndar inni því hún er svo gisin í hárum,  en meiningin er að fara í þetta svona í febrúar-mars. 

Jæja þá eru það góðu fréttirnar ég er í góðri vinnu á næturvöktum á Kumbaravogi sem mér líkar mjög vel í, en bara í 70% en þyrfti að bæta við mig,  svo hef verið í fjarnámi í vetur að læra til sjúkraliða,  er að vísu ekki komin með allar einkunnir en ég fékk 7 í heilbrigðisfræði og 9 í upplýsingatækni en er ekki búin að fá einkunn í náttúrufræði held ég hafi náð henni en hef ekki hugmynd um hvaða einkunn ég gæti hafa fengið,  ætli ég taki ekki 3-4 fög á vorönn ætla ekki að vera með of mikið.

Hugrún er að gera það virkilega gott í skólanum og fékk þær bestu einkunnir sem hún hefur nokkurn tíma fengið við síðustu annarskipti og svo er hún algerlega dottin ofan í fimleikanna og er að gera frábæra hluti þar, hópurinn hennar fékk gull um daginn á mjög sterku móti,  meira að segja Gerpla var skilin eftir.

Haukur er ánægður með sitt,  duglegur í skólanum og hefur farið vel fram og fær góðar umsagnir þar.  Hann er að æfa taykwando og var í beltaprófi um helgina og náði sér í gula rönd á beltið og fljótlega á næsta ári verður aftur beltapróf og ætlar þá  að ná sér í gula beltið.

 Það verður spennandi að sjá hvað Eyrún fær úr prófunum,  tók að vísu bara þrjú.  Annars sést hún ekki mikið heima.

Gummi var í fjarnámi í vetur og náði 6 í stærðfræði og 8 í ensku ágætur árangur þar og hann ætlar að halda áfram í grunnfögunum á vorönn.

Jólin eru að koma með öllu sínu og að sjálfsögðu höldum við kreppujól, aðeins keyptar tvær útiseríur og því minna um skreytingar en oft áður, dregið úr matarinnkaupum,  hangikjötið að reykjast úti í tunnu og það verður lambalæri upp á  gamla mátann á gamlárskvöld, því það er til í frystinum,  matur verður að vísu hefðbundin á jólunum sjálfum,  annars er ég að vinna á aðfangadagskvöld og jóladagskvöld frá kl 23 bæði kvöldin,   svo það verður lítið eldað í hádeginu á jóladag og annan í jólum en sýð auðvitað hangikjöt á Þorláksmessu fyrir það.  Það gengur ekkert vel að komast í jólaskap en þó fórum við að kaupa jólatré í dag og styrktum íslenska framleiðslu þar,  verst að ég er með ofnæmi fyrir grenitrjám og fæ ofsakláða ef það kemur einhverstaðar við mig svo krakkarnir þurftu að böðlast með það út í bíl og það er víst í skottinu ennþá. Verst yngri krakkarnir virðast taka þetta ástand sem er í þjóðfélaginu nærri sér og Hugrún sagðist einhvernvegin bara ekki komast í jólaskap.

 Jæja best að hætta þessu væli og standa upp og brosa Smile lengi getur vont vesnað og gott bestnað.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Guðmundsdóttir

knús á þig,þetta gengur allt einhvernveginn er ekki best að taka Pollíönnu á þetta.

Guðrún Guðmundsdóttir, 17.12.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband