Föst í skafli

Ég hafði það nú af að festa mig í morgunn á leið heim úr vinnu,  það var svo hált undir snjónum að ég festi mig nánast í ekki neinu.  Það safnast mikill snjór við vegriðin yfir lækina annars var blint og leiðindar veður.  Ég hringdi út einkahjálparsveitina þ.e. Adda sem dró mig upp og fylgdi mér heim.

SKO það eru tveir dagar til jóla og ég er ekki einu sinni farin að reyna að finna stofuna mína,  hvaðþá að athuga hvort jóladúkar séu einhverju ástandi eða hvort það vanti perur í jólatrésseríurnar, svo þetta er allt á réttu rólin eins og undanfarin ár,  en ég hef nefnilega(nebblega) tekið eftir því að jólin koma alltaf ár eftir ár hvort sem öll hornin séu ryklaus eða ekki, það virðist bara ekki skipta neinu máli,  skemmtilegar svona uppgötvanir.  Við prufuðum hangikjötið í kvöldmatinn í gær og það er að sjálfsögðu eðalgott á bragðið, svolítið salt en ekkert sem kemur að sök.

Þegar við Kata mættum á vaktina í kvöld hafði einhver gleymt að fela þriggja kílóa dós af makkintosi svo við erum búnar að standa okkur vel í því að reyna að klára hana en þetta er nú kannski aðeins of mikið á einni nóttu fyrir tvær manneskjur.

Ég er búin að sækja um í fjarnáminu fyrir næstu önn, ætla að taka fjórar greinar.

Jæja þá fer róleg næturvakt að taka enda, það verður gott að komast heim að sofa. 

Farið vel með ykkur Kv

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko,ég hefði alveg getað komið og hjálpað ykkur við makkitosið já og drasl úff það vill enginn "stela"því.

Bigga (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband