Jólin, jólin allstaðar...

Klukkan er um hálf fimm á jólanótt,  búin að vera róleg næturvakt á Kumbaravogi og farið að styttast í hinn endann á henni.  það er ekki erfitt fyrir mig að vera á næturvöktum um jól miðað við konur með lítil börn,  minni svefnfriður á daginn og öðru vísi erill.  Samstarfskona mín í nótt svaf í tvo tíma í gær eftir vakt síðustu nótt og er skiljanlega þreytt.

Við fjölskyldan áttum frábært kvöld saman,  merkilegt með þessa ,,krakka" hvað þeim kemur öllum vel saman,  fyndið þegar þau eru öll saman í singstar eða gítar hero og það er aldrey neinn ágreiningur um hver á að gera næst eða rifist um það.  

Það er á svona stundum sem maður fer að hugsa um hluti sem sjalda er spáð í,  var að horfa á mynd í sjónvarpinu áðan sem fékk mig til að hugsa um mannfall í seinni heimstyrjöldinni,  bæði í stríðinu og útrýmingarherferðinni gegn ,,óæskilegum" kynflokkum og þjóðarbrotum og bera það saman við daginn í dag þ.e. kreppuna hvað skyldu margir deyja af völdum kreppunnar í heiminum,  það verða margar miljónir beint og afleiddar afleiðingar eru skelfilegar,  allt vegna græðgi og yfirgangs svo lítils hluta mannkyns.  Græðgi er líklega stærsta syndin,  því hún er upphafið að svo mörgu illu og við sjálf erum alls ekki eins góð og við höldum.  Öll stríð eru að undirrót græðgi það má kalla þetta trúarbragðastríð en upphafið er græðgi í einhverskonar auðlindir, lönd, olíulindir og annað.

Þegar unnið er á svona stað þar sem allir eru svo þakklátir fyrir það sem gert er og það er treyst svo mikið á mann finnst manni lífsbaráttan hlægileg,  hérna er fólkið sem kom okkur á þetta level sem við erum á í dag í lífinu,  þeim finnst við hafa allt of mikið fyrir þeim og þau séu bara að trufla okkur og séu fyrir. Eins og umræðan er í dag almennt um stofnanir og lífskjör ellilíeyrisþega, þá ætti mín kynslóð að skammast sín.

Best að hætta núna,  búin að tárast nóg yfir heiminum í dag.

GLEÐILEG JÓL   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband