Frábært gamlárskvöld

Það er búið að vera skemmtilegt hérna í kvöld,  það var svosem engin stemming til að byrja með en þá var ákveðið að búa hana til fyrir krakkanna.  Fyrst var borðaður góður matur og um níu leitið var kveikt í brennu,Lilja, Palli og þýska vinnukonan í Króki voru með að kveikja í brennunni og það var kveikt í ýmsu fýrverki.    Gunna og Sigurjón komu eftir matinn  og voru með okkur um kvöldið,  horft á áramótaskaupið,  nokkuð skiptar skoðanir um ágæti þess eins og vera ber.  Um tólfletið var skotið restinni upp, nema innibombum,  sem reyndust alls engar innibombur þegar tilkom og heppni að kveikja í þessu á ganginum á flísunum svo ekkert tjón varð,  en þetta var gos og einhverjar eldglæringar sem þeyttust um allt brennandi,  reykskynjarinn fór í gang og Hugrún fékk nánast taugaáfall því hún kveykti í  eins og við sögðum henni að gera.

Mamma og Táta voru hér í kvöld,  Tátu var eitthvað illa við sprengingarnar og hélt sig undir eldhúsborði á meðan við borðuðum og vék ekki frá fólkinu allt kvöldið en hætti sér samt út meðan verið var að skjóta upp um miðnættið svo var gaman að fylgjast með henni og Bart (páfagauknum) skoða hvort annað,  þau sýna hvort öðru ótrúlega tilltsemi.

  Hérna var ekki einu sinni opnaður einn einasti bjór enda ekki farið í ríkið í tilefni áramóta að þessu sinni svo allir voru góðum gír.

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og takk fyrir liðin ár og óska þess að nýja árið boði betri tíma og ný tækifæri.

Kv   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Pálína Guðmundsdóttir

Höfundur

Anna Pálína Guðmundsdóttir
Anna Pálína Guðmundsdóttir

Lífsmottó

Ég get allt sem ég ætla mér. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóhanna Myndir 2007 2008 180
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 175
  • Jóhanna Myndir 2007 2008 165
  • B7EV8358
  • B7EV8334

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband