7.10.2008 | 05:21
Lærdómur
Ég er búin að sitja hér í alla nótt og læra (ég vildi að ég gæti skrifað aðeins hraðað og hugsað um leið og ég skrifa). Alltaf tekst mér að skila á réttum tíma þó stundum finnist ég hálf tæp á því en svona er þetta bara.
Jæja þá er allt að fara á hausinn hjá vorum ráðamönnum, þeir hefðu mátt hugsa um eitthvað annað en maka krókinn og segja þetta reddast. Ég ætla allavega að vona að Davíð verði látinn taka pokann sinn. Annars er allt gott að frétta.
KV
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 03:39
Næturvakt
Við sitjum hér tvær saman og látum tíman líða við ýmisslegt dútl, horfa á sjónvarpið, vinna handavinnu(þ.e. Kata) lesa eða eitthvað annað á milli þess sem við svörum bjöllum og sinnum fólkinu. það er búið að vera rólegt í nótt.
Skólabyrjun lofar góðu, allir í góðum gír, meira að segja Eyrún er að standa sig þrumuvel í að vakna á morgnanna (7.9.13 bank bank).
Við skiptum um netþjónustu í gær fórum í Ábótann , sem á að vera miklu öruggari tenging og með minni truflanir og viti menn það var alveg steindautt í morgunn, mastrið sennilega bilað, alltaf jafn heppin, en fall er fararheill svo vonandi að tengingin komist í lag sem fyrst.
Skrifa meira seinna kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 03:18
Handbolti
Það á að vekja alla á bænum í fyrramálið til að horfa á leikinn, þetta er ótrúlegur árangur hjá liðinu,hvort sem þeir vinna þennann leik eða ekki. ÁFRAM ÍSLAND...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 01:11
Annáll
Það er alltaf nóg að gera eins og venjulega, við fórum ríðandi á vallarmót á föstudaginn, við Gunni og yngri krakkarnir, en þegar verið var að tygja sig af stað til baka, brá einu hrossinu og stökk ofan á fótinn á mér svo ég lagði ekki í að fara með, hélt hreinlega að ég væri brotinn en sem betur fer er það ekki, ég er með 3 marbletti á ristinni eftir fjaðrirnar og auma litlutá. Grása mín keppti í stökki og náði þriðja sæti, við héldum ekki að hún gæti hlaupið svona vel.
Svo stendur til hestaferð helgina 29 -31 ág en þá er ég að vinna, vildi að ég kæmist með.
Jæja skólarnir að byrja og mér finnst lítil tilhlökkun í mannskapnum, Hugrún byrjar á morgun, Eyrún á föstudag og Haukur á mánudag og við Gummi erum að fara í fjarnám sem byrjar fljótlega í september,ég ætla að læra til sjúkraliða en hann ætlar að taka almennar greinar.
Eyrún er búin að standa sig frábærlega í vinnunni í sumar, búin að mæta vel þrátt fyrir að hún hefur varla fengið nokkurt frí, samt farin að finna til leiða.
Ég er að vinna í nótt og fjórar næstu nætur, annars tók ég einn kvöldstubb í gær frá 17- 23, það var bara gaman, hressar konur á vakt.
Ég, Hugrún, Haukur og Táta fórum á Minna Mosfell í dag, ég þurfti að laga nokkrar merkingar, krakkarnir tíndu ber á meðan svo skruppum við í sumarbústaðinn til Veigu og Ella í kaffi. Við erum að passa Tátu fyrir mömmu á meðan hún er á Akureyri.
Þetta er orðið ágætt í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 04:52
Frábær ferð
DAGUR 1: Við fórum af stað mánudagskvöldið 14 júlí og riðum upp í Fellskot í tungum og geymdum hestanna þar yfir nóttina en fórum heim til að sofa. Það gekk mikið á þegar öllu var hleypt út úr réttinni á Bjarnastöðum til að fara fyrsta áfanga og það var riðið á nítróinu fyrsta áfangann, með hestanna út um allann veg því þau kunnu ekki öll að rekast, en þetta fór allt vel og allir komust heilir á leiðarenda og vorum komin í Fellsenda kl tíu um kvöldið. Um 20 km.
DAGUR 2: Við hittumst á Bjarnastöðum kl 18, sameinuðumst í bíla og keyrðum í Fellsenda, rákum í réttina og gerðum klárt, lögðum af stað klukkan rúmlega 19 og riðum að Fossi í Hrunamannahreppi um 20 km leið meðfram veginum, þetta gekk ágætlega þó sum hrossin sóttu óþarflega fast frammeð, þannig að það var riðið hratt, en samt passað að stoppa nógu oft. Trússarnir gerðu hólf jafnóðum með hæfilegu bili til að stoppa í með léttri girðingu. Við komum í Foss um kl 22. og keyrðum heim til að sofa.
Dagur 3: Hittumst á Bjarnastöðum um kl 12 komum dótinu fyrir í trússbílunum og keyrðum að Fossi.
Þegar verið var að gera klárt uppgötvaðist að það þurfti að járna nokkrar lappir svo smá töf var að því en í förinni voru tvö sett af járningagræjum og þrír vanir járningamenn svo þetta gekk fljótt, við vorum komin af stað um tvö leitið og riðið upp hjá Tungufelli á leið í Helgaskála á hrunamannaafrétti, falleg leið en grýtt á köflum, þangað komum við um kl 18. það varð slys á leiðinni hjólatúristar fældu hestinn undir Rósbjörgu svo hún datt af baki og braut handlegginn rétt niður við úlnlið, keyrt var með hana í snatri til læknis og þaðan í RVK til að gera að brotinu sem var ansi slæmt. Helgaskáli er ágætur en svolítið úr sér genginn, einn af þeim sem svaf með okkur í herbergi hraut svo rosalega að ekki var annað hægt að gera en troða í eyrað sem sneri upp og liggja sem fastast á hinu, það fór vel um hrossin. Við Haukur fengum okkur gönguferð niður að ánni þarna rétt hjá og fleyttum kerlingar og skoðuðum okkur um. Um 30 km.
Dagur 4: Við vöknuðum kl 9 og borðuðum morgunnmat (hafragraut og brauð), svo var farið í að ganga frá, sækja hestanna og járna það sem þurfti. Við lögðum af stað rúmlega 11 og riðið áleiðis í Hólaskóg, alltaf voru sömu hrossin að stríða okkur og reyna að hlaupa frá rekstrinum eða framúr okkur svo það var nóg að gera við að halda hópnum saman( það er feikna gaman að blindhleypa yfir stokka og steina og snúa svo við á puntinum til að reka strokugemsanna aftur í hópinn) Þetta var erfið leið til að byrja með grýtt og nokkuð á fótinn en lagaðist þegar leið á. Rönd hennar Jónu reyndi að setja mig í bað þegar hún hnaut þegar verið var að ríða yfir Fossá en það slapp til. við vorum komin í Hólaskóg um kl 16 . Hólaskógur er frábært hús og Haukur feginn að það skildi vera rafmagn svo hann gæti notað dvd spilarann. Rúmir 30 km.
Dagur 5: Vaknað um kl 9, borðaður morgunnmatur og gengið frá. hestarnir sóttir og auðvitað járnaðar nokkrar lappir( ótrúlegt hvað týnist mikið undann hestunum af skeifum). Lagt af stað um kl 13 og riðið af stað til Rjúpnavalla sem er næsti gististaður, þarna var nokkuð grýtt en lagaðist fljótlega, við fórum yfir Þjórsá við Ísakot og yfir virkjunarbrúna, teymt yfir með allann reksturinn hræddann á eftir sér, mér stóð ekki á sama jafn lofthrædd og ég er og með hálfbrjálað hestastóð við bakið en þetta gekk vel, þarna lagði ég á Glæsi hestinn hennar Telmu og hann kom mér þægilega á óvart, vissi ekki að það væri hægt að láta hann tölta svona hratt en þarna var fínn slóði og góð reiðleið. Við komum á Rjúpnavelli um kl 16 svo þetta var stuttur dagur, fólk fór bara í sólbað á veröndinni og lét líða úr sér, flott hús. Eftir kvöldmatinn brugðum við okkur í reiðtúr, þurftum að ríða yfir á og það þótti Hauk ekki leiðinlegt vildi helst fara oftar yfir(hann er orðinn vel hestfær og brjálaður reiðmaður).Rósbjörg kom með hendina í fatla og lét nokkuð vel af sér, svo var spilað og sungið fram á nótt. Um 20 km
Dagur 6: Addi kom og sótti okkur Hauk um morguninn, því ég ætlaði að sækja Hugrúnu, hún var að koma af Eurogym í Frakklandi og við skruppum svo í kaffi sem var í tilefni af 85 ára afmæli ömmu, þar komu saman flestir afkomendur hennar. Við Hugrún og Haukur keyrðum til baka um kvöldið að Fossi sem er eyðibýli undir Þríhyrningi þar sem hinir úr hópnum voru komnir, en þau höfðu skilið hestana eftir í Gunnarsholti og farið bestu göturnar í ferðinni alveg frábæra leið undir Heklu. 36 km.
Dagur 7: Keyrt að Gunnarsholti og hestarnir reknir í rétt, járnað smá svo lagt á og riðið af stað, Hugrún á Glæsi og Haukur á gamla Grána,fín reiðleið meðfram veginum, svo stoppað skipt um hesta og lagt á það traustasta sem við vorum með, þá varð Síða fyrir valinu því til stóð að ríða yfir Rangá og hún gæti verið djúp(krakkarnir í bílinn). Svo var riðið sem leið lá að Rangá og að vaðinu, þar lögðu flestir ístöðin yfir hnakkinn og lagt útí, við horfðum með skelfingu á forreiðarmanninn fara á sund og hanga í faxinu á hestinum, en það var ekki aftur snúið og lagt útí, ég held að Síða hafi ekki trúað því að hún ætti að synda svo hún bara sökk og sökk og ég var orðin blaut upp undir brjóst og Rangá er köld. Jæja við komust yfir og þá tók við feykna sprettur og engin ístöð bara að reyna að halda sér með lærvöðvunum og stoppa, það hafðist og þa tók við sprettur upp háann bakka til að komast fyrir reksturinn því við vissum ekki hvert slóðinn lá, sem betur fór endaði hann í aðhaldi og allir komust heilir úr þessu, reyndar datt einn af baki í ánni en það fór vel. Eftir hvíld, fataskipti og kaffisopa var lagt aftur að stað og riðið að næsta náttstað sem var kaldakinn í Holtum, á leiðinni fældust hrossin við kvígur við veginn og Lára og Hlölli duttu af baki, Lára fór í bílinn því hún hafði meitt sig eitthvað. Hrossin voru skilin eftir í Köldukinn og síðan gist heima. Um 30 km
Dagur 8: Frestuðum heimferð vegna rigningar, Lára hafði farið í myndatöku og þá komu í ljós tvö brotin rifbein.
Dagur 9: Hittumst í Köldukinn kl rúmlega 10 því nú yrði dagleiðin löng (tvöföld)um 65 km, lagt af stað um kl 11 og riðið niður holt og að suðurlandsvegi, yfir gömlu þjórsárbrúna, upp skeið og tungur, hestunum hennar Jónu skilað í leiðinni(hestakerra frá Murneyrum) þarna fór reiðmönnum heldur að fækka og sumir að verða þreyttir og fóru í bílanna. Við komum á leiðarenda kl 20 eftir 9 tíma og frábæra ferð.
Lára hafði eldað góðann kvöldmat sem var vel þeginn eftir langann dag.
Veðrið var með eindæmum gott allann tímann, nema þegar við frestuðum heimferð vegna rigningar.
Með fyrirvara um stafsetningarvillur, nennti ekki að lesa yfir segi ég þetta gott í bili.
Kem með skýringar á hópnum næst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 05:51
Rigning
Rigning og við að fara í hestaferð, það er reyndar spáð að það eigi að stytta upp í dag svo þetta er ágætis rykbinding, við verðum kannski ekki alveg svört eftir dagleiðina.
Fyrstu dagleiðir eru stuttar því ekki eru allir hestarnir velþjálfaðir og ekki mennirnir heldur, ég fékk lánaða 2 hesta hjá Jónu systir, sem ég veit að fara vel með mann og eru rólegir svo þetta verður þægilegt hjá mér. Mér leist heldur illa á hestakostinn sem ég átti að hafa, svo ég ákvað að redda mér hestum sjálf -Takk Jóna.
Það er mikill munur að fara í svona ferð og þurfa ekki að hugsa um mat, nema auðvitað að hjálpa til við að undirbúa hann en ekki ákveða það allt enda skelfilega hugmyndalaus þegar matur er annars vegar, enda er matargerð með því allra leiðinlegasta sem ég geri.
Við Bigga eru núna saman á næturvakt og þetta er mikið rólegt, núna er hún að skrifa rapport(skýrslu) um atburði næturinna.
Meira seinna
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2008 | 00:39
Bloggleti
Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast, en einhvernvegin hefur andinn ekki komið yfir mig, samt er fullt að frétta. Við erum búin að fara á landsmót sem var náttúrulega frábært, flottir hestar, gott veður og mikið mannlíf og allir sáttir, í gærkvöldi keyrðum við Hugrúnu á rútu því hún er að fara til Frakklands í eurogym og verður í 9 daga og á mánudaginn förum við í hestaferð í 9 daga.
Undanfarið höfum við riðið mikið út til að þjálfa hestanna og þetta eru örugglega þjálfuðustu hestar ferðarinnar og mig hlakkar til.
Skrifa meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 19:12
Rólegheit
Það er rólegt hérna núna, fáir heima og það heyrist ekki múkk
Haukur fór í sumarbúðir í Vatnaskóg á miðvikudag og kemur heim á mánudagskvöld, eftir myndum að dæma er þetta rosalega gaman, bátar, sullað í vatninu, listasmiðjur og fleyra skemmtilegt.
Hugrún fór á ættarmót með Hönnu vinkonu sinni í Reykholt í Borgarfirði yfir helgina, Gunnar að vinna og í hrossastússi uppi í Grímsnesi svo við erum bara þrjú hér heima, ég var að vinna síðustu nótt og verð að vinna tvær næstu nætur svo ég sef megnið af deginum en var nú samt úti áðan að smíða upp gamlan blómakassa og getið þið hvað ég keypti í gær, mömmu tókst ekki að geta upp á því (því þetta passar bara ekki) ég keypti nokkrar rósir í garðinn.
Verst að það er rok og rigning því það þarf að fara að eitra við maðki á víðiplöntum og það er ekki hægt í svona veðri.
Ekki fleyr í bili, farið vel með ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 00:07
Jarðskjálfti
Ég sat í mesta sakleysi inni í eldhúsi og var að skrúfa saman blómapott þegar allt í einu fór allt að nötra og hristast og eins það kæmu bylgur undir iljarnar á mér, minnug 2000 skjálftanna þá hentist ég út og mundi þá að Eyrún var niðri í kjallara, svo ég hentist inn aftur og gargaði út út. Ég er nokkuð viss um að gamla húsið skemmdist í skjálftunum 2000 svo ég er frekar taugaveikluð þess vegna, núna ætla ég að láta athuga þetta en það þarf að rífa klæðniguna af til að skoða vegginn.
Annars eru skólarnir að klárast jibby og lífið að færast í léttara form.
Skjálftakveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 00:58
Gleði og sorgardagur
Gleðidagur því Jóna systir er orðin stúdent og hélt upp á það í dag en ég komst ekki því ég var að vinna síðustu nótt og líka í nótt.
Sorgardagur því Sigrún föðursystir var jörðuð, falleg athöfn.
Annars er allt gott að frétta hjá okkur, Haukur er búinn í prófum og farinn að sjá fyrir endann á skólanum og aðallega eftir tveggja nátta skólaferðalag á Snæfellsnes.
Hugrún er ennþá í prófum og gengur vel að eigin sögn,sem ég vona að sé rétt því hún þarf virkilega að hafa fyrir þessu. Hún og Hanna vinkona hennar hjóluðu til kristínar á Efra- seli, sem er rétt hjá Stokkseyri, þetta hafa verið um tuttugu km.
Meira síðar kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar