21.5.2008 | 00:36
Kumbaravogsaldurinn
Sæl Stína, gaman að þú skildir rata hérna inn.
Ég vona að ég teljist bara vera að vinna hérna ennþá, og ætli ég verði ekki í þessu þangað ég fæ eitt rúmið, ég held að það sé ekki slæmt að vera vistmaður hér.
Í fyrramálið fer ég með Eyrúnu í bæinn, hún á að fara í smá aðgerð það á að laga svokallaðann tvíburabróður, sem er búið að koma trekk í trekk síðasta árið.Svandís ætlar að keyra okkur.
Skrýtið með þetta veður,þegar ég fer að sofa á morgnanna er rosa gott veður og mig hlakkar til að vakna og fara út að gera eitthvað en svo þegar ég vakna er kalt og þungbúið og jafnvel komin rigning.
Ekki fleyra í þetta skipti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 01:26
Á næturvakt
Þær eru rólegar næturvaktirnar hérna á Kumbaravogi, þegar verið er að gera sig kláran í vinnuna er tekin með tölvan, bók, stundum smá nammi og dvd diskar, einhverjar myndir sem mér hefur alltaf langað að horfa á en aldrey komið í verk.
Hugrún var á fimleikamóti um helgina og hópurinn hennar fékk silfur á dýnu, sem eru allskyns stökk á fíbergólfi, góður árangur því þetta mót var mjög sterkt.
Grasið í garðinum er að vaxa mér yfir höfuð, þarf endilega að koma sláttuvélunum í gagnið og reyna að bæta úr þessu er bara svo skratti löt þessa dagana.
Ekki fleyra að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 02:50
Góður dagur
Fermingin fór vel fram í gær, bæði athöfnin og veislan. Mjög hátíðleg og falleg athöfn og veislan tókst frábærlega enda ekki við öðru að búast af öðru eins einvalaliði sem stóð að henni, það komu um 130 gestir, bara takk takk.
Ég er að byrja núna í nótt að vinna á næturvöktum og er í aðlögun fyrstu tvær næturnar og telst síðan útlærð(ha ha ha) klukkan er að verða þrjú og það er búið að vera mjög rólegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 07:25
Frábær árangur
Hugrún og hópurinn hennar HL1 voru að keppa á HSk fimleikamóti um helgina og komu heim með gull í öllum greinum, þær hafa tekið miklum framförum undanfarið enda komnar með frábæra nýja æfingaaðstöðu, allar æfingar agaðar og vel gerðar og hópurinn jafn.
Jæja nú fer að líða að fermingu og stressmælirinn farinn að stíga þó það sé algjör óþarfi að vera stressaður(allt undir kontról).
Okkur er boðið í fimmtugsafmæli á föstudagskvöld hjá Gunnarshólmabóndanum, hvað á að gefa í svona gjöf? Allavega ekki flösku,en ég finn eitthvað út úr því.
Vorið virðist vera að koma, það er allavega farið að grænka og bráðum þarf að fara að slá garðinn.
Fleyra er það ekki að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 09:31
GLEÐILEGT SUMAR
Miðað við fuglasönginn hér úti í garði hlýtur að vera að koma sumar,æðislegt
Smá saga. Við mæðgur fórum til Rvk á miðvikudaginn, sem ekki er til frásögu færandi nema þegar við erum að keyra upp kambana og ég er búin að taka framúr þeim sem ég ætlaði mér og búin að taka mér stöðu á ytri akgrein, kemur þá ekki svört Oktavía og tekur framúr okkur og ætlar bara að hverfa,við þekktum bílnúmerið og ætlum sko ekki að láta fara svona með okkur, stelpurnar alveg brjálaðar, mamma þú lætur JÓNU ekki komast upp með þetta, ég reyndi að fylgja en hún var með forskot svo ég vildi ekki fara að leggja bæði okkur og aðra í hættu og ég er ekki vön að keyra of hratt.
Annars er rosalega gaman að spæna upp kambana.
Hugrún var á fimleikamóti í gær og gekk vel.
Mögnuð tilviljun: Maður sem hefur setið með okkur til borðs í hádeginu í Borgarhúsum uppgötvaði það að Hugrún er ein besta vinkona dóttur hans og Eyrún er vinkona eldri dóttur hans.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008 | 21:24
Loksins loksins
Jæja loksins komst ég á hestbak, við fórum fjögur, við Gunni ,Hugrún og Haukur. Haukur á meri sem hefur verið notuð í kappreiðum og vill hlaupa og getur startað hressilega, Hugrún á hesti frá afa sínum, frekar viljugum en alveg þægum svo málið var að passa að Haukur færi ekki að hleypa svo það færi ekki á sprett hjá Hugrúnu, hún varð ansi smeyk á tímabili en þá létum við Haukur okkur dragast afturúr og fórum bara rólega,þá gekk þetta betur og skjóna mín bara fín.
Á morgunn verður síðasta messa fyrir fermingu, eins gott að gleyma því ekki.
Trampólínið var sett upp í gær eftir að krakkarnir hafa spurt daglega í marga daga og hefur verið mikið notað en eftir veðurspá virðist þurfa að taka það aftur niður annaðkvöld það á víst að hvessa hressilega á mánudag.
Mamma fékk sér annan bíl í gær, nýlegan og lítið ekinn.
Þá held ég að allir mínir fréttabrunnar séu tæmdir.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 21:54
Tungubrjótur
Við vorum að bögglast með orðið glimrandi og sumum gekk ekkert vel að koma því frá sér og út úr þessu kom setningin GRILLIÐ GLAMRAR GLIMRANDI og reynið að segja þetta hratt 10 sinnum( góð æfing).
Annars er allt í góðu hérna, mann er farið að langa út að gera eitthvað, fór reyndar út í gær og týndi rusl og fattaði þá af hverju útiseríurnar slógu alltaf út um jólin,SMÁ útleiðsla. Það er heilmikill snjór ennþá í garðinum og mikið af trjám ennþá á kafi, það hljóta að vera miklar skemmdir á þeim þegar þau loksins losna úr jöklinum, því þetta er svo ofboðslega þétt og hart.
Hafið þið séð flottustu Lödu landsins rauð með gulum eldi á hliðunum og á álfelgum og low profile dekkjum? Bróðir hans Axels er á þessum bíl, þeir komu hérna í dag og eru að smíða geymsluskúr til að hafa á lóðinni hjá sér.
Eitthvað fór sinueldurinn úr böndunum í dag hér úti í sveit, slökkviliðið var mætt til að verja Lækjarbakka og mökkurinn var svo þykkur að ekki sáust handa skil á veginum ég vona bara að ekki hafi orðið neinar skemmdir.
Jæja ekki fleyra í bili.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 20:59
Síðasta vika
Hún var skrítin síðasta vika, heimilisvinurinn dó ( blái páfagaukurinn) og mikil sorg hjá öllum, en við ætlum að fá okkur annann sem við ætlum að gera eins skemmtilegann, þó hann verði auðvitað aldrey eins.
Ég er með samviskubit og tókst að koma fólki óvart upp á móti mér í afmælinu hjá Telmu og Einari á sunnudaginn, það þurfa stundum að böglast út úr mér vitlaus orð, allavega var meiningin önnur.
En það eru líka jákvæðar fréttir, Eyrún er orðin allt önnur og hressari og hefur verið mér í vinnu undanfarið og er alveg hörkudugleg og ágætt að vinna með henni (þetta er mikill sigur fyrir hana). Kannski á hækkandi sól þátt í þessari breytingu.
Við þurfum ekki að mæta í vinnu á morgunn því kláruðum bæði þorpin og annað grillhúsið í vikunni, sem er alveg ágætlega að verki staðið, því ég er ágæt ef ég vinn til kl tvö-þrjú og slepp þá við þessa miklu þreytu sem er annars að angra mig.
Ég og krakkarnir ætlum í bæinn á laugardaginn að klára fermingarinnkaupin að mestu.
Sjáumst síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 21:26
Ógeðslega löt
Ég er búin að vera mikið löt og þreytt í dag, því það er alveg æðislegt að vita að það er ekkert sérstakt um að vera næstu daga. Ég ætlaði að vísu að vera dugleg að taka til og þrífa í dag af tilefni páska, en aldrey að gera eitthvað í dag sem maður getur frestað til morguns.Áðan var ég að ganga frá og skila skattaskýrslum fyrir mömmu og krakkanna(munur að geta bara gert þetta í tölvunni).
Meira seinna
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 17:38
Andleysi
Ég er svo andlaus að ég gat ekki einu sinni fundið fyrirsögn en nóg um það.
Ég fór í fína fermingarveislu á sunnudag, Takk Gunna og fjölskylda það var virkilega gaman að fá að koma en það er smá samviskubit ég gleymdi að kveðja Kristjönu systur þína svo ég bið að heilsa henni . Það er mjög gaman að endurnýja svona kynni við fólk sem maður þekkti vel áður fyrr og ég held að fólk breytist minna en margir halda.
Mér finnst Jóna systir dugleg, er búin að vera með þrjá aukagrísi síðan á sunnudag, tvær að vísu þykjast vera orðnar stórar en ég gæti alveg trúað að það gangi samt eitthvað á, ég tek ofan fyrir þér að nenna þessu.
Núna þarf ég að fara að taka til og reyna að uppræta eitthvað af ryki, Haukur er búinn að vera svo slæmur af asma, svo held ég að hann sé að kvefast líka. Vesen svona rykofnæmi.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar