Færsluflokkur: Bloggar
15.3.2008 | 21:09
Bæjarferð og fleira
Við fórum í RVK í dag, þrjár kynslóðir af kvennfólki, Hugrún, Eyrún, mamma og ég að finna fermingarkjól fyrir Hugrúnu, það gekk ágætlega þó daman hefði ekki hugmynd um hvað hún vildi, það þarf að vísu aðeins að þrengja hann en það var viðbúið. Merkilegt hvað fatasmekkur er mismunandi Eyrún vill hafa allt í blúndum og pífum og reyndi að klæða Hugrúnu í svoleiðis en hjá Hugrúnu er allt sem er bleikt og með blúndum og dúlliríi bara ljótt og það klæðir hana reyndar alls ekki ( hún væri frekar í æfingabuxum).
Mikið langar mig orðið að komast á hestbak en hrossin eru uppfrá á Bjarnastöðum og ég hef ekki mörg tækifæri til að komast þangað og ég nenni ekki að vera þar allan daginn þó ég færi með Gunnari, svo hef ég eiginlega nóg að gera um helgar og er uppgefin eftir vinnu. Ætli við tökum ekki einhver hross hingað þegar það fer að birta lengra fram á kvöldið.
Best að hætta þessu væli annars fær fólk bara þunglyndiskast ef ég held áfram.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 23:20
Alltaf nóg að gera!!!
Það var árshátíð í skólanum hjá Hauki í kvöld og hann er þar með kominn í páskafrí, þetta var mjög hefðbundið þ.e. leikþættir og að sjálfsögðu unnu allir leiksigur fyrir sitt hlutverk. Við mamma fórum og skemmtum okkur vel, svo var þvílíkt kaffihlaðborð á eftir. Annars hneykslaði ég samstarfskonuna uppúr skónum þegar ég sagðist í mesta lagi ætla að baka skúffuköku eða bara að kaupa eitthvað á leiðinni heim til að setja á hlaðborðið (aðallega grín þetta með að kaupa eitthvað) bara mátti til.
Ég fór til læknis á mánudaginn af því ég er svo oft þreytt og ómöguleg, hann tók eitthvað á mér og lét mig svo vita af því að ég væri með vefjagigt, sennilega er ég búin að vera með hana síðan ég var unglingur en nóg um það, ég ætla að skipta um vinnu í maí og fara í rólegra starf og er búin að fá vinnu á næturvöktum 70% starf á Kumparavogi, það er ekki sama atið og ég er í núna.
Við systur og mamma fórum út að borða í Perlunni og síðan á La traviata í Óperunni á sunnudaginn var það var bara gaman, of langt síðan maður hafur hlegið og fíflast svona mikið.
Jæja best að fara að sofa, gamalmenni, börn og sjúklingar eiga að sofa nóg (grín).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 00:13
Ég á ekki orð.
Ég var að koma utan frá selfossi og ef það snjóar og skefur svona til morguns, þá verður orðið kolófært og Hugrún þarf að komast í messu og ég upp á selfoss kl ellefu, ég á eftir að sjá að þetta gangi upp, nema þeir moki, sem er nú reyndar gert oftar en hér áður fyrr þegar bara var mokað fyrir mjólkurbílinn.
Það er komið plan fyrir hestaferð næsta sumar, það verður farið upp tungur svo í austur og niður vestan megin við Heklu, þetta eru 7-8 dagar í júlí
Ekki meira í bili Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 22:24
Snjór og meiri snjór
Ég held að guð hafi ákveðið að frysta hagkerfið og ætli að setja okkur aumingjana á ís líka. Það er búið að snjóa meira og minna síðan í gær. Við mamma ákváðum að vera í samfloti í vinnu í morgunn og sögðum bílunum okkar að þeir væru jeppar (oktavia og póló) þeir hlýddu því auðvitað svo við komumst út úr hlaðinu með naumindum, bara gefa í og loka augunum.
Svandís til hamingju með xx afmælið og góða skemmtun um helgina, afmæliskveðjan er degi of sein,en það er út af því að ég ákvað að 27. væri í dag en ekki í gær.
Meira seinna kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 22:39
Loksins almennilegt tölvusamband !!!
Það er orðið æði langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast, búin að líða jól,áramót og nokkur óveður.
Ég hætti að nenna þessu þegar ég þurfti jafnvel að bíða í hálftíma og kannski lengur áður en þetta vistaðist eða bara tíndist, kannski búin að skrifa eitthvað voða sniðugt.
Annars er allt í góðu hérna og fátt sem gerist fréttnæmt, bara ófært annann hvern föstudag og enginn kemst í skóla og ég ekki í vinnu, Gunnar er reyndar þrjóskari en svo að hann verði veðurtepptur heima, nema einu sinni þegar hann fann ekki bílinn sinn.
Það er liðnar tvær flensur ( Hugrún) og smá önnur veikindi svo það er hægt að ýminda sér hvað ég er búin að mæta mikið í vinnu eftir áramótin.
Addi er að smíða nýja glugga í fjósið og klæða það að utan alveg ofboðsleg breyting, eins og ný hús, þetta verður frábært þegar það er búið, en gamla húsið verður alltaf ljótara og ljótara í samanburðinum en það á nú að gera eitthvað fyrir það líka svo allt verður í stíl.
Það styttist í fermingu ekki nema tveir og hálfur mánuður í hana og fermingabarnið hefur ekki hugmynd um hvað hún vill fá í fermingagjöf frá okkur( hún fær ekki lifandi tígrisdýr).
Ég ætla að setja inn snjómynd ef það tekst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 23:57
Sumir dagar eru frábærir
Ég fór í bæinn í dag að jólast með yngri krökkunum. Þetta byrjaði ekki vel, svaf yfir mig,ætlaði að vera komin í bæinn kl 11 en vaknaði kl 10:30 hef líklega slökkt á vekjaraklukkunni og þó að allir væru vaknaðir datt engum í hug að vekja mig,"það er nefnilega bannað að vekja mömmu" svo þau sýndu mér mikla tillitsemi og fóru mjög hljótt. Það var mjög snögg sturta og svo farið í hvelli, klukkan var að vísu bara rétt rúmlega tólf þegar við komum í bæinn. Við fórum í kringluna og keyptum fullt af jólagjöfum, þannig að það er að verða frá. Haukur er típískur karlmaður, finnst ekki gaman að fara í búðir en hann keypti jólagjafir fyrir alla held ég á endanum. Það er mikill munur þegar allir eru símavæddir svo það þarf ekki að eyða hálfum deginum í að leita að liðinu með tilheyrandi þreyttum fótum, nógu þreyttir samt á þessum hörðu gólfum. Þetta var ágætisferð, það er mikill munur þegar mannskapurinn eldist og maður þarf ekki að hlusta á org og væl.
Annars var Hugrún að baka fyrir mig smákökur en fattaði ekki að stórar kökur þurfa lengri tíma í ofninum en maður tekur viljan fyrir verkið, þetta verður örugglega borðað.
Jæja best að fara að koma sér í háttinn, vinna á morgunn.
Hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 18:20
Helgin
Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað en lyktin úr eldhúsinu er farin að láta garnirnar gaula, er með 3ja kílóa læri í ofninum, feitt og fínt namm nammbara um klukkutími eftir.
Hugrún var á fimleikamóti í gær á Selfossi svo sá dagur fór í það, henni gekk ágætlega þó hún fengi ekki verðlaun, það besta er að hún er aldrey tapsár eins og sumar eru. Það eru allir heima í dag nema Eyrún og ósköp rólegt og notalegt og flestir hálf dofna upp þegar það er engin skipulögð dagskrá í gangi.
Hafið heyrt um móðgaðan páfagauk. Þessi blái hjá okkur verður móðgaður ef hann fær ekki að borða með fjölskyldunni, okkur finnst ekki passa að leyfa honum að spígspora á diskunum eða renna sér á göflunum til að ná sér í bita, vissuð þið að páfagaukar eru alætur, alveg brjálaðir í smjör, kjöt,hangikjöt, kók og reyndar allt sem við borðum, nema hann er ekki hrifinn af kaffi. Það þýðir ekki að bjóða honum að komast í leifarnar á borðinu, hann vill borða með fólkinu. Tær snild
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2007 | 21:27
Jóla hvað!
Er í alvöru bara 36 dagar til jóla? Og éeeggg sem á eftir að gera svo margt, eða þannig. Mér varð það á að strjúka eftir stofuskápnum í dag og ryklagið maður, kannski get ég notað bóndann í að þrífa það um næstu helgi, ef ég myndi treysta honum til þess, hann skilur nefnilega ekki þessa smáhlutasöfnun í mér, það gætu orðið einhver afföll. Það þýðir allavega ekki að biðja krakkanna um það (af hverju ég dæmi)
Í gær fórum við Haukur í borgarleikhúsið og sáum Gosa, það var alveg ágætt, nema hvað ég dottaði á tímabili(þetta var svo spennandi). Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið Gosa, því þetta var uppáhaldsbók hjá einhverjum fyrir nokkrum árum(græna bólur).
Addi kom í dag, svo ég greyp hann glóðvolgann og bað hann um eitt gat í vegg fyrir sjónvarpskapal, hann hélt að það væri nú ekki mikið mál,en það teygist aðeins úr því, götin urðu tvö og heilmikið maus að koma eldavélinni fyrir aftur( ég bið Adda um svona hluti því hann þekkir þetta hús ansivel og það getur verið snúið að koma svona hlutum fyrir, merkileg smíði)
Verðum í sambandi kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 23:05
Bara tilveran
Ég fór í vinnu í dag, en er kannski ekkert betri í hausnum en þetta er miklu skemmtilegra en að sitja heima og vorkenna sjálfri sér.
Þegar ég var á leiðinni heim var ég í einhverju eyðslustuði, kom við í Lindinni og keypti mér föt,fór svo að athuga með peysu fyrir Hauk í strikinu og fann eina sem honum líkaði kannski(það er alveg ferlegt að kaupa á hann föt) kom svo við í Europrise og keypti mér 32" sjónvarp(flatskjá) á góðu verði og vitiði hvað HANN VIRKAÐI þegar búið var að lesa leiðbeiningarnar. Eins og ég sagði um daginn þá seldi ég hest fyrir ágætan pening og fínt að breyta hluta af honum í sjónvarp, það hrekkir allavega ekki.
Ég er að gera tilraun við að reka kvefið á braut og fékk mér koníak, ég er ekki viss með kvefið en það virkar ágætlega á mig að öðru leiti, annars er það svo vont en maður verður að vera staðfastur við það sem verið er að gera, ég kláraði ábyggilega alveg einfaldann áður en ég gafst upp. (Hænuhaus)
Hafið það gott um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2007 | 07:40
Ýmisslegt
'Eg ætla í vinnu í dag, er búin að vera heima í tvo daga með hausverk,og verk í ennis of kinnholum. Er núna að drekka panadil hot skelfilega vont en það losar um óþverann.
Var í foreldraviðtali hjá Hugrúnu í gær og allt gott, eiginlega meira en ég þorði að vona, ég rengdi einkunnina í ensku 9 og í fleyri fögum mér finnst hún geta ekkert í svo mörgu , þetta virkaði eins og ég hefði enga trú á henni en hegðun og framkoma er til fyrirmyndar.
Ég ætlaði að skrifa miklu meira en ég þarf að fara að vekja Hauk. Meira seinna.
Eigið þið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar