Færsluflokkur: Bloggar
9.11.2007 | 22:14
Bloggað í vinnunni.
Hér sit ég og get ekki annað, er að bíða eftir að fólk skili sér í húsin. Það á eftir að koma fólk í tvö hús og það mætti fara að skila sér, er að verða hálfþreytt.
Ég fór í krabbameinsskoðun í morgunn og tókst að móðga lækninn sem skoðaði mig, bað hann bara um að vanda sig svo ég þyrfti ekki að koma aftur eins og tvö síðustu skipti, þetta væri ekki svo gaman. Honum fannst ég bara ekkert sniðug hann vandaði sig alltaf, en nóg um það.
Það er farið að plana hestaferð næsta sumar og líklega verður stefnan tekin á heklusvæðið, það verður fundur um það fljótlega,þetta verður bara gaman.
Meira næst.
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 23:04
Veikindi
Ég var heima í dag, með hausverk og háls og eyrnaverk, hundfúllt. Ef mig svimar minna á morgun ætla ég í vinnu, nenni þessu ekki. Ég fékk þurrkarann heim í dag sem ég keypti á mánudag, Addi kom með hann en ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, ég þarf að fá rafvirkja til að leggja að honum og fá fyrir hann 25 amp öryggi en þetta er alvörugræja og lengsti þurrktími er 70 mín.
Hugrún kom heim frá eyjum á sunnudagskvöld, frekar þreytt en varð ekkert sjóveik á heimleiðinni og mjög ánægð með helgina.
Veit einhver hvar er hægt að fá flott unglingaföt og líka fína kjóla í litlum stærðum? Hugrúnu vantar kjól fyrir Galaballið, stærð 158.
Jæja best að koma sér í háttinn
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 21:47
Ýmsar pælingar
Hæ Hæ. Mikið er gott að það er komin helgi og geta bara verið "heima og slappað af" eða þannig. Þau vilja svolítið bíða eftir manni heimilisverkin um helgar, en þannig er það sjálfsagt hjá flestum. Svo ef allt er á hvolfi þá koma gestir. Annars er Hugrún í Vestmannaeyjum á íslandsmótinu í einstaklingsfimleikum, hún keppir á morgunn sunnudag, það verður gaman að sjá hvaða einkunnir hún fær. Hún hringdi í mig áðan og það var bara gaman, var að spranga og í klifri í dag og bjarga vinkonunni niður úr klifrinu sú fraus þegar hún var komin hátt upp og Hugrún þurfti að segja henni hvar hún ætti að setja hendur og fætur á niðurleiðinni. Það voru flestir sjóveikir á leiðinni til eyja í gær og ekki laust við kvíða fyrir heimferðinni á morgunn. Hugrún var lítið sjóveik og ældi ekki, hún svaf mestan part leiðarinnar enda hafði ég gefið henni sjóveikitöflu tveim tímum fyrir brottför.
Tengdapabbi er búinn að taka Skjónu mína inn, hún var komin með mikla hnjúska, hún þolir illa svona veðurfar, er með svo gisið háralag og rigningin kemst inn að húð. Arabæjarmenn eru búnir að selja Gráan hest fyrir okkur á ágætan pening og svo temja þeir fyrir okkur uppí landleigu, það eru ágæt skipti. Ég held að þetta séu ágætir nágrannar og flest standi sem þeir segja.
Gunna Palla er ekki ferming hjá þér í vor?
Skrifa meira síðar, kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 23:18
Helgin
Þegar ég vaknaði í morgunn var allt orðið hvítt og bara töluverður snjór , svo ég hugsaði það verður flughált næstu daga. Annars var þetta jólakortasnjór, hann hékk á grenitrjánum og öllum greinum á trjánum ofsa fallegt(jóla hvað) þetta er allavega tilbreyting frá rigningunni. Gunni fór í heiðarsmölun á Lyngdalsheiðinni (Grímsnesi)í dag og þeir lentu í vandræðum vegna bleitu. Hestarnir fóru ofan í pitti þar sem aldrey hafa verið pittir áður, þau bara sukku í jörðina en allir skiluðu sér samt heilir á húfi í hús.
Það er búin að vera vinnutörn þessa helgi var til ellefu á föstudagskvöld og frá fimm til hálf ellefu á laugardagskvöld og skrapp uppeftir eftir kaffi í dag til að loka og ganga frá eftir helgina. Það verður nóg að gera í vikunni því það var fólk í næstum öllum húsum þessa helgi.
Skrifa meira síðar kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 07:22
Ekkert sérstakt
Góðann daginn eru ekki allir hressir þennann daginn.
Jæja þá er veikindavesenið byrjað Hugrún er lasin bæði í gær og í dag, þetta kemur alltaf fljótlega eftir að skólarnir byrja, fínar smitleiðir. En hún er það gömul að ég þarf ekki að vera frá vinnu þess vegna.
Það er mikið að gera í vinnunni því tölvan hrundi og bókunarkerfið með svo það uppgötvaðist ekki fyrr en í gær að það kemur fólk í þorp 1 í dag og við ekki byrjaðar að þrýfa, var til hálf sjö í gærkvöldi en þetta hefst nú allt. Eyrún byrjar að vinna þarna með mér í dag, vonandi að hún standi við það, krossa fingur, hún er búin að eiga erfitt undanfarið hætti í skólanum og svona.
Ég fór í saumaklúbb í gærkvöldi það var bara gaman og skemmtilegt að hittast aftur eftir sumarið og gott að borða.
Núna er maður farin að spá í fermingu í vor, sjálfsagt verður það bara hefðbundið.
Ég ætla að hætta núna hafið það gott í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 23:52
Sæl frænka
Ég loksins aulaðist til að líta til hægri á skjánum og sá að þú hefur ratað inn á síðuna mína. Ég hef nú frekar lítið að skrifa núna en verð að segja frá þegar við Úlla (sú sem vinnur með mér) tókum á móti danska hópnum á Minni Borgum. Það var að koma hópur 80 manns, háskólastúdentar frá Danmörku á þriðjudaginn var og Úlla bað mig um að hjálpa sér við það og auðvitað fór ég í það. Liðið ruddist útúr rútunum í myrkri og kulda og við að reyna að finna þá sem stjórnuðu til að vísa á rétt hús , þetta hafðist nú , ósköp indælir krakkar en þá kom að því sem mér kveið fyrir það var að fara í öll húsin í þorpi 2 og útskýra fyrir þeim á ensku húsreglur og notkun á pottum og fleyra og ég sem opna helst ekki munninn ef fleyri en þrír eru samankomnir . Eftir nokkuð stam og hikst á enskunni þá komst þetta til skila og það hefði verið gaman eða þannig að vita hvað þau hugsuðu eftir það, að vísu hafði ég undirbúið mig svolítið með því að athuga hvað ýmssleg orð væru á ensku(hringdi í Gumma) og það hefur talsvert að segja þessar tvær annir í ensku sem ég tók í fjarnámi. FÉLAGSFÆLNI HVAÐ
Ég var á kvennfélagsfundi áðan og drakk kaffi þar svo ég get gleymt því að fara að sofa strax. Þetta var ágætur fundur og ýmisslegt framundan t.d. árleg menningarferð, jólafundir ( þá fáum við okkur jólaglögg eða glüvine uppá þýskan máta ) föndurkvöld og meiri glögg (það mætti halda að við kæmum ekki saman á þess að fá okkur í glas)
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 23:21
Formúlan
Hæ hæ þetta var sú mest spennandi formúla sem ég hef horft á, þegar fertugar kerlingar eru komnar með hjartslátt síðustu mínúturnar hlýtur eitthvað merkilegt að vera í gangi OG Raikkonen vann ótrúlegt hvað aumingja Hamilton gat klúðrað þessu . Ég get núna sagt að ég hafi haldið með þessum rauðu með góðri samvisku, annars fórum við Gunni og Addi og horfðum á þetta á alvöru skjá í Minni Borgum frábært.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2007 | 17:36
Formúan
Vei á morgunn er síðasta keppnin í formúlunni og mér hlakkar til, þetta verður hörkukeppni, bara gaman.
Ég fór í bæinn áðan með Hugrúnu og Hauki að versla, Hugrúnu vantaði úlpu og fl og Haukur keypti sér langþráð hjólabretti. Hugrún er að fara á íslandsmótið í einstaklingsfimleikum í Vestmannaeyjum aðra helgi, það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því, henni gengur ekkert vel í skólanum en fimleikarnir bjarga sjálftraustinu.
Hún verður fróðleg aðkoman í vinnunni á mánudag því það er búinn að ver danskur hópur af háskólanemendum síðan á þriðjudag og okkur fannst þetta aðallega vera partýlið og umgegnin ekki sú besta. Samstarfskonunni datt í hug að það væri best að við myndum bara vera á svæðinu þangað við værum búnar að þrífa og gista bara, helstu vangavelturnar voru um hvað við ættum að versla að drekka og hvort við ættum að nota flottasta bústaðinn,en eitthvað held ég að heimilislífið yrði skrítið ef við létum þetta eftir okkur(það væri samt gaman)
Læt þetta duga í bili og fara að elda eitthvað.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 07:39
Ritstífla
Hæ Hæ, það er lítið sem skeður þessa daganna, kannski eru það bestu dagarnir þá er allavega allt gott þannig séð og allt í rólegheitum. Addi er að vinna við klæðningarnar utan á útihúsunum, þetta verður bara flott. Ég var á bakvakt í vinnunni um helgina og síminn þagnaði ekki, það sem fólk getur kvabbað en þetta var allt í góðu og enginn með leiðindi.Verð að hætta og fara að vekja Hauk og koma honum í skólann.
H afið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 07:33
Tilveran
Eitthvað hef ég lítið að skrifa í dag. Krakkarnir áttu svolítið erfitt með að átta sig á því að þegar mamma gamla væri farin í vinnu hefði hún minni tíma með þeim og gæti ekki hlaupið af stað í hvert skipti sem þeim vantaði eitthvað og að hún væri alveg uppgefin á kvöldin. Og reyndar þarf bóndinn líka aðlögun, vanur því að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. Núna er farin að komast regla á þetta en sumum finnst vera nokkur vergangur á liðinu.
þetta er ágætis vinna, ég ber ábyrgð á mínum hluta, þ.e. að Þorp 1 sé hreint og tilbúið og að það þurfi ekki að skoða það neitt nánar. Þegar sá hluti er búin fer ég í Þorp 2 og geri það tilbúið og fæ hjálp við það ef þarf. Það er ekki bara farin létt yfirferð, það er farið virkilega í saumana á hlutunum og hreint á að vera hreint.
Hafið það gott í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar