Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 07:34
Afmæli
Það var haldið hér heilmikið afmæli í gær, Haukur varð 11 ára orðin stór strákur. það komu um 13 krakkar. Sem betur fer var veðrið frábært svo þau voru mest úti en þegar ég leit af þeim voru þau komin í vatnsslag og margir blautir, þau notuðu slönguna í fjósinu, Þetta var heilmikið gaman. Og ekki allir veislugestir farnir enn, einn gisti.
Það verður gaman að hitta Ítalíufarana, það fer nú að styttast í að þau komi heim ábyggilega allir sólbrúnir og sælir.
Best að fara að ræsa rest, Hugrún er farin en nú þarf að koma Hauk af stað.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 21:27
Haukur í hjólaferð.
Sælt veri fólkið.
Vitið þið hvað hann Haukur gerði í gær, hann hringdi í mig vinnuna og kvartaði þessi ósköp um hvað honum leiddist, ég sagðist nú lítið geta gert við því og ég kæmi seint heim í þokkabót, hann varð öskureiður og hótaði því að hjóla á selfoss. Um fimmleitið hringir Hugrún og segir að Haukur sé ekki heima en Gummi hélt hann hefði séð hann hjólandi á villingaholtsveginum. Jæja við Gunnar ætluðum að fara saman og versla fyrir fjallferð svo við vorum bæði á selfossi og Gunnar fór að athuga með hann, þá var hann kominn á móts við Langsstaði og átti örfáa km á Selfoss og Táta með honum. Ég held að þau hafi bæði verið fegin að komast í bílinn, Haukur með nuddsár undan hnakknum og Táta hölt sennilega sárfætt.
Gunnar er farinn í leitir svo hann "missir" af giftingu bróður síns á morgunn kl 9 í fyrramálið (er í lagi með fólk) ég þarf að fara á fætur kl hálf sjö til að gera mig klára Svo stendur til að fara ásamt tveimur mágkonum mínum og þrífa og taka til heima hjá Óla Hjalt áður en hann kemur heim af sjúrahúsinu, annars heimsóttum við hann á mánudagskvöldið og þetta gengur ágætlega og hefst vel við.
Hugrún er áfram í fimleikum í vetur og hefur hækkað um tvo flokka í styrkleika og það er rosalega gaman en líka þreytt eftir æfingar, þær er eru stundum lengri en í fyrra og miklu erfiðari en hún er mjög ánægð og það er fyrir öllu. Hún er ánægð í skólanum og gengur nokkuð vel.
Eyrún er ánægð í fjölbrautaskólanum og segist ganga vel að læra, þó mér finnist hún hugsa mest um að skemmta sér(en það gerðu nú fleyri hér áður fyrr).Gummi er að vinna í Nóatúni og líkar vel og er loksins búinn að fá tölvuna úr viðgerð.
Nú verð ég að hætta þarf að fara að strauja fötin mín fyrir morgunndaginn.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 22:13
Komin í vinnu.
Hæ Hæ, jæja þá er ég búin að fá vinnu og ég byrjaði í gær. Þetta er ágætt, ég byrja á morgnanna þegar ég get svona yfirleitt uppúr kl 9 og get farið heim á misjöfnum tima eftir því hvort mikið er að gera og það er líka hægt að vinna af sér. Þarna er verið að sjá um að sumarhúsin séu hrein og allt sé klárt fyrir næstu gesti, þetta eru flott hús allt vel um gengið. Bara gaman að þessu þó það sé vel hægt að svitna rækilega.
Krökkunum finnst þetta skrítið þó sérstaklega Hauki, að hafa ekki mömmu heima til að dekra við hann þegar hann kemur heim úr skólanum. Haukur er kominn á rídalín vegna athyglisbrests og þetta er eins og svart og hvítt, hann er farinn að fá hrós í skólanum fyrir dugnað og það gengur miklu betur líka að læra heima . Best að fara að hætta núna og koma sér í háttinn, annars er nýja Harry Potter bókin aðeins að trufla svefninn, stundum er erfitt að leggja hana frá sér og fara að sofa.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2007 | 20:57
95% viss um að hafa fengið vinnu.
Við Hugrún fórum í bæinn í dag og það var tekin blóðprufa, það gekk ekki vel að hitta á æð, en hún stóð sig eins og hetja svo var þræddur spotti í gegnum nefið og ofan í vélinda, það var svolítið óþægilegt en allt í lagi. Núna er hún með tæki sem mælir sýrustigið í vélindanu og við förum aftur á morgunn til að láta taka þetta úr.
Við fórum líka að heimsækja Óla Hjalt á Landspítalann, hann var í hjartaaðgerð og heilsast eftir atvikum nokkuð aumur en málhress.
Ég hringdi útaf atvinnuauglýsingu í dag og fékk góð svör kíki þangað á mánudaginn að líta á þetta.
Það kom á daginn að ég þekki þann sem var að auglýsa, þetta er umsjón með ferðaþjónustunni á Minni Borgum. Þetta passar vel fyrir mig því þarna er sveiganlegur vinnutími.
Já Jóna þetta er rétti hugsanahátturinn GÓÐA FERÐ!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 22:22
Sækja um vinnu.
Nú er komið að því, ég ætla að reyna að finna mér vinnu. Ég hef ekki unnið útífrá í fjöldamörg ár svo þetta er spennandi. Ég sá auglýsingu í Sunnlenska, svo nú er að stökkva á það.
Við Hugrún erum að fara í bæinn á morgunn, hún er að fara í rannsókn á St Jósefsspítala, kannski ég nái að rata þangað í tæka tíð, annars er ég yfirleitt ekki sein þar sem ég þarf að mæta.
Gunnar og Addi komu í kvöld, gaflinn á vörubilnum brotnaði af svo það þurfti að gera við og smíða nýjar festingar. Addi er kominn í botnlausa vinnu á bílnum, gott fyrir hann og reksturinn.
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 22:25
Prentvillupúkinn slæddist með.
Það var alveg óþarfi hjá prentvillupúkanum að vera að þvælast inn í textann hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 22:20
Útreiðar um helgina.
Heil og sæl
Um sunnudaginn fór ég í heimsókn til Jónu, aðallega til að sækja Hugrúnu, hún hafði gist hjá þeim um helgina. Við Jóna ákváðum að fara á hestbak, mig langaði að prófa hestinn hennar Telmu. Við riðum skemmtilega leið inn í Hnúka í æðislegu veðri. Þetta er alveg ágætishestur hann Glæsir en mætti vera sprækari fyrir mig en hann hentar eigandanum ágætlega. Jóna var á sínum hesti, henni Rönd. Hún er eðal reiðhestur, töltir út í eitt.
Þegar við fórum frá Ásgerði stefndum við á Bjarnastaði til að ríða út þar líka, hesturinn hans Hauks var tíndur svo við tókum annan álíka þægan. Þar fórum við að Brúará fallega og góða reiðleið að ánni. Þetta var heldur hraðari reiðtúr því krakkarnir Haukur og Hugrún eru nýfarin að þora að láta stökkva almennilega svo hrossin hjá okkur pabba þeirra voru að verða arfa brjáluð af að fá ekki bara að hlaupa líka, ég átti fullt í fangi með að halda við merina mína hana Síðu.
Útreiðar og hestamennska er toppurinn.
Nú eru Jóna og fjölskylda og Mamma að fara til Ítalíu eftir nokkra daga, frábært hjá þeim (það væri gaman að fara með)
Nóg í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 22:54
Horft til baka yfir liðið sumar.
jæja þá eru skólarnir byrjaðir með öllu því veseni sem þeim fylgja, mín vegna mætti sumarfríið vera mánuði lengra hjá krökkunum. O jæja þetta er svosem ágætt.
Þetta sumar er eitthvert það besta og skemmtilegasta hjá mér í mörg ár, þar stendur uppúr hestaferðin á Löngufjörur á Snæfellsnesi, sem var hreint út frábær. Góður félagsskapur, gott veður allann tímann og ágætir hestar (kannski ekki allir sammála þar ) en hún Grása stóð uppúr fyrir dugnað , hvað gerir það til þó hún reyni að bíta þann sem teymir hana og ganglagið ekki alltaf upp á það besta.
Húrra fyrir Löngufjörum.
Ég ætla að láta þetta nægja núna, ætla ekki að skrifa um allt í einu. Þá hef ég ekkert að skrifa um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 23:59
Jibbí þetta tókst !!!
Það er eiginlega magnað , þetta tókst og án þess að garga á einhvern sem þykist kunna eitthvað á tölvur. Sennilega hefur þetta forrirt verið búið til fyrir tölvufatlaða eins og mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Pálína Guðmundsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar